11.6.2006 | 18:23
Köngulær ojbara
Já mér finnst þær ógeðslegar og hata þær
Kíkti út á svalir í gær og var fljót inn aftur þar sem þær eru búnar að yfirtaka svalirnar mínar ekki sátt sko það eru 2 stórar með stóran vef sem er helv.. fullt að föstum flugum og þær bara að kjammsa á þeim með bestu lyst ooo ég var svo hrædd í gær að þær myndu komast inn og éta mig líka en svo byrjaði að rigna og þær fóru í felur hehe og hetjan ég fór út áðan og skemmdi vefina þeirra haha en náði ekki öllum þar sem þeir eru svo hátt uppi og ég vildi ekki líta út eins og alger hálviti hoppandi með blaðið í höndunum að rembast við að hitta á vefina hehe
.
Ég var bara í afslöppun um helgina langaði samt svo að fara á bílasýninguna oooo en já svona er þetta fer á næsta ári...
Það er búið að breyta sumarfríinu mínu feitt, fer fyrstu 3 vikurnar í júlí og svo seinustu vikuna á ágúst er samt fínt ætla að mála og gera smá fínt hjá mér í fríinu...
annars er ekki mikið að frétta hjá mér meir ætla að fara að skúra......
Um bloggið
Halló
Tenglar
Djamm
Skondið
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff þá myndiru sko ekki höndla herbergið mitt hérna úti .. síðan ég kom (10 mánuðir hehe) þá finn ég svona að meðaltali 3 á dag .. mér leist samt einu sinni ekkert á blikuna þegar ég sá 4 á innan við hálftíma og svo eitthvað stórt kvikindi sem ég vissi ekki hvað var hehe !! fór líka að pæla hvað ætli það sé mikið af þeim sem ég TEK EKKI EFTIR !!!
en maður bara tekur tissjú og drepur þessi ógeð :D !! þýðir ekkert annað hehe !! annars gera þær manni svosem ekkert ;)
Hafðu það gott annars hehe :)
Sigrún, 11.6.2006 kl. 18:54
uss þetta eru ljót kvikindi en mér líkar ágætlega við þær, þeim finnst nebblega svo gott að borða geitunga og randaflugur í kvöldmatinn og allir óvinir þeirra kvikinda eru vinir mínir hehehe :)
Wesson Gellan, 11.6.2006 kl. 20:23
hehe harpa - þú ert svo skyld ömmu !! hún segir þetta alltaf líka !!! ;)
Sigrún, 11.6.2006 kl. 22:34
Humm já ég er svo mikið hænuhjarta að ég myndi ekki meika að vera þarna úti;/ fæ bara hroll yfir þessum ógeðum....
er samt fegin að sjá ekki geitunga og hlussur á sveimi hjá mér:):)
Begga, 12.6.2006 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.